270 tíma yogakennaranám

270 tíma yogakennaranám10 Aug 17:00 - 20:00 - Reykjavík
Yogavin

Route
More info

270 TÍMA YOGAKENNNARANÁM
Hefst 10. ágúst 2018

Námið hefst á 10 daga dvöl í Skálholtsbúðum þar sem gefst frábært tækifæri til að dýpka iðkun og þekkingu. Dagleg iðkun yoga og hugleiðslu, fræðsla og kyrrðarstundir, möntrur og dans, yoga úti í náttúrunni, gómsætt grænmetisfæði og gefandi samvera skapar góðan grunn sem að nemendur byggja á í framvindu námsins. Helgarnámskeið fara fram í Yogavin 6 helgar.

Þetta nám er fyrir alla sem langar í skapandi leiðangur sjálfsþekkingar með landakort yogafræðanna að leiðarljósi. Námið er markvisst og gefandi tækifæri til að sannreyna hvernig yogaiðkun eflir meðvitund og sköpunarkraftinn og skapar jafnvægi og sátt í daglegu lífi.Í fyrri hluta námsins er lögð áhersla á persónulega iðkun yoga og hugleiðslu, í seinni hluta námsins er lögð áhersla á kennslufræði og æfingakennslu. Námið er viðurkennt af JKFÍ og gefur alþjóðlega yogakennararéttindi.

Kennarar:
Ásta Arnardóttir yogakennari
Matthildur Þorláksdóttir náttúrulæknir ( heilpraktiker ) / anatomia innri líffæra
Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir yogakennarai og sjúkraþjálfari / anatomia stoðkerfisins

Sjá nánari upplýsingar
www.yogavin.is

Skráning
yoga@yogavin.is
sími 862 6098© 2018 Siguez