Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna

Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna14 Mar 17:00 - 21:00 - Reykjavík
Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík

Route
More info

Prófaðu að stýra fyrirtæki!

Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna, sem haldin er á vegum viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík, er liður í því að vekja áhuga ungs fólks hér á landi á góðri og ábyrgri stjórnun.

Mikilvægur hluti af starfi stjórnenda er að taka ákvarðanir, bæði um atriði í starfsemi frá degi til dags og stærri ákvarðanir sem hafa áhrif á starfsemina, og samfélagið allt, til frambúðar.

Fyrirkomulag keppninnar er á þá leið að lið sem samanstanda af þremur til fjórum einstaklingum stýra fyrirtæki í ákveðinn tíma og keppa sín á milli um að ná sem bestum árangri.Leikurinn byggir á hinum vinsæla Edumundo stjórnunarleik.

Eftirtalin fyrirtæki veita verðlaun fyrir þrjú efstu sætin:
Viðskiptaráð Íslands
Air Iceland Connect
Reykjavík Escape

Skráningafrestur er til 6. mars næstkomandi. Hér er hægt að skrá sig: goo.gl/forms/8WepeXSdH7onLq0Q2.

Frekari upplýsingar veitir Guðný Arna Einarsdóttir, verkefnastjóri í viðskiptadeild HR - Netfang: gudnyarna@ru.is.© 2018 Siguez