Næringarríkt nammi

Næringarríkt nammi14 Mar 17:00 - 20:00 - Reykjavík
Spíran

Route
More info

Það er alger snilld að geta búið til nammi sem er næringarríkt, sykurlítið eða sykurlaust og rugla þar af leiðandi lítið eða ekkert í blóðsykrinum. Nammi sem gefur okkur orku og kraft í amstri dagsins. Við búum til allskonar nammi fyrir hin ýmsu tækifæri. Súperhollt og líka aðeins minna hollt. Nammi sem má fá sér í morgunmat en líka spari nammi.

Á þessu námskeiði höfum við stöðvar og vinnum í 4-5 manna hópum því það munar miklu að læra þannig heldur en að horfa á sýnikennslu.

Innifalið:
Hressing við komu svo enginn byrji svangur
Smakk af öllu sem við gerumÞað fara allir með nammipoka með sér heim
Rafbókin „Sætindi – sem næra, hressa og bæta“ fylgir með

Verð: 8900 kr
Börn á aldrinum 10-18 ára eru velkomin með á þetta námskeið og greiða aðeins 2500 kr

Athugið að mörg stéttafélög styrkja félagsmenn um allt að helming námskeiðisgjaldsins.

Smelltu HÉR til að skrá þig: docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSccVL3X0E0kfsFgU0jGfrdG89ZlndfJxWzvibvpcNT_qMtktQ/viewform

(ef þú ætlar að skrá barn með þér þá er best að skrifa það innan sviga fyrir aftan nafn, dæmi: Guðrún Jónsdóttir (+1 barn, 14 ára) )© 2018 Siguez