Fundur vegna tilnefninga Röskvu í nefndir SHÍ

Fundur vegna tilnefninga Röskvu í nefndir SHÍ14 Mar 17:00 - 20:00 - Reykjavík
Röskva - stúdentahreyfing

Route
More info

Miðvikudaginn 14. mars nk. verður fundur og atkvæðagreiðsla vegna tilnefninga Röskvu í nefndir SHÍ í Lögbergi-102.

Samkvæmt lögum Röskvu skal kosið um fulltrúa Röskvu í nefndum Stúdentaráðs á sérstökum fundi á milli aðalfundar Röskvu og skiptafundar Stúdentaráðs.

Nánari upplýsingar um dagskrá fundarins verður aðgengileg hér í kvöld, mánudagskvöldið 12. mars, eftir fund Stúdentaráðs. Fundur Stúdentaráðs mun snúa að lagabreytingum, m.a um fjölda fastanefnda SHÍ. Því verður gert opinbert eftir þann fund hvaða nefndir þarf að kjósa í.

Hægt er að bjóða sig fram á fundinum sjálfum og því engin umsóknarfrestur. Umsóknir fyrir fundinn skal senda á roskva@hi.is.Eins og er má finna nefndir SHÍ hér: www.student.is/nefndir_shi

Þeir tveir frambjóðendur sem hljóta flest atkvæði hljóta tilnefningu Röskvu í nefndir Stúdentaráðs. Þetta á þó ekki við í Náms- og kennslumálanefnd þar sem aðeins einn fulltrúi frá Röskvu tekur sæti í henni, en þá hlýtur sá einstaklingur sem fær flest atkvæði tilnefninguna.
Framboð skulu berast á netfang Röskvu: roskva@hi.is.

Atkvæðisrétt hafa allir félagsmenn skv. félagatali

Við bendum á 27. gr. í lögum Röskvu sem skýra framkvæmd kosninganna. roskva.hi.is/roskva/log-roskvu/
"Hver kjósandi hefur 1 og ½ atkvæði. Merkt er 1 við það framboð sem kjósandi vill gefa 1 stig og 2 við það framboð sem kjósandi vill gefa ½ stig. Stigahæsti frambjóðandinn er formannsefni Röskvu í þeirri nefnd sem átt er við. Óski enginn frambjóðandi eftir formennsku í nefnd skal ekki óskað eftir formennsku í nefndinni af hálfu Röskvu."
Ath mælt er með að lesa greinina í heild sinni

Ábendingar eða fyrirspurnir varðandi fundinn skal senda á Jónu Þóreyju oddvita Röskvu.© 2018 Siguez