Hvernig stýrir þú aðgengi að geimskipinu þínu?

Hvernig stýrir þú aðgengi að geimskipinu þínu?15 Mar 09:00 - 11:00 - Reykjavík
Miracle

Route

Fimmtudaginn 15. mars frá klukkan 9.00 til 11.00 verður haldinn opinn fyrirlestur um hvernig aðgengi notenda að dreifðum þjónustum er stýrt.

Í vaxandi mæli er sótt í utanaðkomandi þjónustur, þar á meðal skýjaþjónustur, og því fylgir flækjustig og vandi varðandi auðkenningu. Fjallað verður um þennan auðkenningarvanda og hvernig nýta má Federated Identity, sem er öruggt samskiptaform fyrir aðgang að mörgum ótengdum kerfum og þjónustum með einu auðkenni, til að takast á við hann.

Kostir Federated Identity:

* Hjálpar við að draga úr fjölda auðkenna
* Eykur gæði notendaupplýsinga* SaaS þjónustur þurfa ekki neina sannvottunarvirkni
* Aukið öryggi lykilorða

Fyrirlesari er Jörg-Peter Kück, MCSA, MCDBA...

Fyrirlesturinn verður haldinn í höfuðstöðvum Miracle í Kringlunni 7 og er öllum opinn. (skráning nauðsynleg)
Kaffi og með því.© 2018 Siguez