Konur í nýsköpun #EngarHindranir

Konur í nýsköpun #EngarHindranir15 Mar 17:00 - 19:00 - Reykjavík
Marshall Restaurant + Bar

Route
More info

Startup Reykjavík stendur fyrir viðburði fimmtudaginn 15.mars kl 17:00-19:00 í Marshall húsinu í samstarfi við Ungar athafnakonur og Women Tech Iceland.

#EngarHindranir er átak sem Icelandic Startups stendur fyrir til þess að hvetja konur til þátttöku í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi með því að sýna sterkar fyrirmyndir úr sprotaumhverfinu. Átakið hefur skilað sér í jafnara kynjahlutfalli í verkefni sem Icelandic Startups stendur fyrir.

SKRÁNING:
innovit.wufoo.eu/forms/skraning-a-engarhindranir-viabura-15mars/Fram koma:

- Kolbrún Hrafnkelsdóttir, forstjóri og stofnandi Florealis.
Kolbrún tók þátt í Startup Reykjavík 2013 með fyrirtæki sitt Florealis sem þróar og markaðsset­ur skráð jurta­lyf og lækningavör­ur. Hún mun segja frá sinni persónulegu reynslu af stofnun fyrirtækis og þeim áskorunum sem hún hefur staðið frammi fyrir í þeirri vegferð.

- Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent
Þórey er með víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, hún stofnaði módelskrifstofuna Eskimo Models og síðar fyrirtækið Völuskrín sem framleiddi og seldi barnaleikföng í anda fortíðar. Í dag starfar hún hjá Capacent sem ráðgjafi en hún er einn stofnenda nýrrar vottunar, Jafnréttisvísis Capacent. Um er að ræða stefnumótun og vitundarvakningu í jafnréttismálum sem ætlað er að meta stöðu jafnréttismála út frá ítarlegri greiningarvinnu, koma á breytingaverkefnum til að bæta stöðu jafnréttismála og innleiða þau innan fyrirtækja.

-Fundarstjóri verður Edda Konráðsdóttir, verkefnastjóri Startup Reykjavík

Takmarkaður sætafjöldi er í boði. Vinsamlegast staðfestið mætingu á eftirfarandi skráningarformi:
innovit.wufoo.eu/forms/skraning-a-engarhindranir-viabura-15mars/

Opið er fyrir umsóknir í Startup Reykjavík til 8. apríl næstkomandi.© 2018 Siguez