Hönnunarmars í EPAL

Hönnunarmars í EPAL14 Mar 17:00 - 19:00 - Reykjavík
Epal

Route

Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd

Með þátttöku EPAL í tíunda sinn á HönnunarMars verður meðal annars farið yfir þekkta hönnunargripi sem eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á alþjóðlegum vettvangi og skapað miklar tekjur. Ásamt því verða kynntar spennandi nýjungar frá fjölbreyttum hópi hönnuða.

Mikilvægi og gildi góðrar hönnunar verður sífellt skýrari og með áframhaldandi stuðningi er hægt að nýta hönnun sem verðmæta auðlind.

EPAL hefur alla tíð stutt íslenska hönnuði og lagt sig fram um að hjálpa þeim við að koma verkum sínum á framfæri og í framleiðslu auk þess sem starfsemi EPAL hefur aukið skilning og áhuga Íslendinga á hönnun.Sýnendur:

Fólk Reykjavík
Gagn
Hring eftir Hring
Sveinbjörg by Vorhus living
Ísak Winther
Páll Garðarsson
Hanna Dís Whitehead
Erla Sólveig Óskarsdóttir
Katrín Ólína
Sigurjón Pálsson
Þórunn Árnadóttir
Tulipop
Umemi
Helga Sigurbjarnadóttir
Chuck Mack
Sveinn Kjarval
Guðmundur Lúðvík
Vík Prjónsdóttir

// Ásamt nemendasýningu frá Textíldeild Myndlistaskóla Reykjavíkur: Úr böndunum undir stjórn Rögnu Fróðadóttur.

Sýningin „Úr böndunum“ er sýning á prjónavöru hönnun lokaársnema í Textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Nemendur hanna sérstaka innanhús vörulínu fyrir Epal sem framleidd er hjá prjónaverksmiðjunni Varma. Verkefnið er unnið í samstarfi við Epal, Varma, Ístex og Icelandic lamb.© 2018 Siguez