Fjármálin og heimilið

Fjármálin og heimilið14 Mar 18:00 - 19:00 - Njarðvík
MSS ( Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum )

Route

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum fagnar 20 ára afmæli og Samvinna 10 ára afmæli og í mars bjóðum við upp á viðburði tengda fjármálum. MSS vill af því tilefni bjóða áhugasömum á námskeið um fjármálin og heimilið.

Haukur Hilmarsson, ráðgjafi í fjármálahegðun fjallar um hvernig við bætum dagleg fjármál heimilisins. Farið verður yfir hvernig við spörum aukakrónur, náum auðveldar endum saman og hvernig við tölum við börnin okkar um fjármál.

Haukur hefur frá árinu 2013 sérhæft sig í hegðun fólks í fjármálum. Hann hefur haldið ótal fyrirlestra og námskeið um fjárhagslega hegðun ásamt því að kenna fjármálameðferð við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.
Haukur er með BA próf í félagsráðgjöf frá HÍ og Certified financial social worker frá Center of Financial Social Work.


© 2018 Siguez