Ögurball 2018

Ögurball 201821 Jul 21:00 - Ísafjörður
Ögur Travel

Route

"Einu sinni mætt getur ekki hætt "
21.júlí 2018 verður Ögurballið haldið

Andlit Ögurballsins 2018 verður kynnt til leiks þegar nær dregur balli, en ennþá liggja Ögursystkinin með aragrúa af umsóknum um þennan mikilvæga og eftirsótta titil

Hvar ætlar þú að vera þann 21. júlí 2018 myllumerki ballsins er #ogurball2018 snapchat er: ogurtravel

Aldurstakmark á dansleikinn er 18.ár

Allur ágóði af ballinu rennur til gamla Samkomuhússins í Ögri sem var byggt 1926 og þarf alltaf eitthvað til rekstrar og viðhalds. Ágóðinn af Ögurballinu hefur staðið undir því síðustu 20 árin og alveg áreiðanlega oft hér áður fyrr.Það er því verið að slá tvær flugur í einu höggi með mætingu á Ögurball. Frábæra og einstaka skemmtun og varðveisla og rekstur þessa fallega og merkilega samkomuhús.

Þórunn og Halli spila á þessu klassíska Ögurballi ... við bjóðum upp á frábæra stemmingu sem ómar yfir Djúpið sem og í minningu sérhvers manns um langan tíma. Í danspásum verður boðið upp á rabarbaragraut með rjóma samkvæmt hefð hússins.
Hlökkum til að sjá ykkur öll, næg tjaldstæði á staðnum, aðrar gistingar þá má benda á Heydal og Reykjanes.

HAMINGJA OG GLEÐI SVÍFUR YFIR ÖGURVÍKINNI AÐ VENJU VIÐ HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR

Ögurballslagið
Halli og Þórunn

[A]Komdu með að hrista úr [E7]klaufunum, krókloppnum, [A]jafnfljótum.
Brenndu burt frá öllu stressi og [E7]áhyggjum;
það er [D]Ögur[E7]ball í [A]kvöld.
Þar dansa saman glaðir borgarbúarnir, bændurnir og hundarnir.
Í stuði jafn ölvaðir sem allsgáðir
á Ögurballi í kvöld.
[D]Eltu bara strauminn og skelltu þér glauminn og [C#7]gleðina [F#m] í.
[H7] Þú getur getur skemmt þér heldur betur, endurmetur vetursetu í [E]borg og bý.
Þar tjútta allir dansgestirnir til og frá, takast á, beint á ská.
Hopp og hí aftaná og ofaná
á Ögurballi í kvöld.
Sóló
Dansgólfið það dúar meðan dansgestirnir hrúgast fleiri og fleiri inn
ef það loksins gefur sig er eins gott að hann taki vel við kjallarinn.


Past Events

Ögurball 2018

21 Jul 23:00 - 22 Jul 03:00 21 Jul 23:00 - 22 Jul 03:00 - Ísafjörður Ísafjörður
Ögur Travel Ögur Travel
Https:/www.facebook.com/events/174308606543342/?notif_t event_calendar_create¬if_id...   More info


© 2018 Siguez