Náttúrubarnahátíð á Ströndum 2018

Náttúrubarnahátíð á Ströndum 201813 Jul 13:00 - 15 Jul 16:00 - Hólmavík
Náttúrubarnaskólinn

Route

Langar þig að komast í betri tengsl við þitt innra náttúrubarn? Á Náttúrubarnahátíð á Ströndum helgina 13.-15. júlí gefst þér tækifæri til að finna og rækta náttúrubarnið í þér á skemmtilegri dagskrá fullri af allskonar fróðleik og fjöri!

Náttúrubarnahátíðin verður haldin á Sauðfjársetrinu í Sævangi, þar sem Náttúrubarnaskólinn er til húsa.

Náttúrubarnaskólinn hefur verið starfrækur síðan sumarið 2015 og er með námskeið fyrir náttúrubörn á öllum aldri þar sem við lærum um náttúruna og hvað allt í kringum okkur er í raun og veru merkilegt, einnig hvernig má nýta náttúruna í eitthvað skapandi og skemmtilegt en um leið hvernig má vernda hana. Þetta er í annað skipti sem Náttúrubarnahátíð á Ströndum er haldin!Á hátíðinni verða allskonar skemmtilegar smiðjur, útivist, leikir, sögustundir, tónlist, myndlist, fróðleikur og fjör fyrir alla fjölskylduna!

Við hlökkum mikið til að segja ykkur hvað verður á dagskránni svo endilega fylgist með!© 2018 Siguez