Marsfundur bókmenntaklúbbsins

Marsfundur bókmenntaklúbbsins14 Mar 19:00 - Hafnarfjörður
Bókasafn Hafnarfjarðar

Route

Marsfundur Bókmenntaklúbbs Bókasafns Hafnarfjarðar verður haldinn miðvikudaginn 14. mars kl. 19.

Fjallað verður um bókina Fólkið sem gat ekki dáið eftir Natalie Babbitt.

Um bókina:
Tíðindalítil og einmanaleg tilvera hinnar 10 ára gömlu Winnie Foster breytist snarlega þegar henni er rænt. Hún kemst að skelfilegu leyndarmáli Tuckfólksins sem hefur litið nákvæmlega eins út í 87 ár, hún eignast vini, situr hest sem ekki er hægt að drepa og heyrir hljóðið þegar skeftið á haglabyssu skellur á hnakka. Sagan er allt í senn, spennandi, hugljúf, áleitin og tregafull og hefur unnið hug og hjörtu lesenda á öllum aldri.Allir velkomnir!© 2018 Siguez